16.12.1948
Efri deild: 36. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (1838)

83. mál, almannatryggingar

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Eins og sjá má á þskj. 225, hefur meiri hl. n. leyft sér að bera fram tvær brtt. Er sú fyrri á þá leið, að 14. tölul. 1. gr. falli niður, en sú síðari er þess efnis, að á eftir 1. gr. komi ný gr., er verði 2. gr. og orðist svo: Heildarendurskoðun laganna skal hraða svo, að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta reglulega Alþingi, þegar það kemur saman. — Er þetta í samræmi við það, sem lýst var yfir við umr. hér í gær, að þetta yrði leiðrétt í n. Legg ég til, að þessar brtt. verði samþ. og frv. afgr. þannig.