10.12.1948
Efri deild: 28. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

93. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinson):

Hv. 1. þm. N–M., sem ég vildi leiðrétta með nokkrum orðum, skauzt út úr d. rétt í þessu. Að öðru leyti vildi ég taka það fram, að n. sem slík hefur aldrei talað við hæstv. fjmrh. um frv. Það, sem ég sagði, var það, að það hefði ekki komið nein ósk frá fjmrh. eða ríkisstj. um breyt. á þessu frv. eða um, að hækkaðir yrðu þeir tollar, sem þar væru taldir upp. Ég vildi aðeins taka það fram, að þetta flutti ég ekki frá n., heldur hafði mér skilizt, að um þetta lægju ekki neinar óskir fyrir, a.m.k. ekki við þessa umr. málsins. Ég læt það svo bíða að svara hv. 1. þm. N–M., þar til hann kemur í d. aftur.