10.02.1949
Neðri deild: 62. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (1907)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég heyrði á ræðu hv. 1. þm. Árn., að hann taldi vafasamt, að unnt yrði að afgr. fjárl. í tíma, hvort sem Alþingi kæmi nú saman 1. eða 11. okt., a.m.k. skildi ég hann svo. Hins vegar verður því varla neitað, að með því að færa samkomudaginn til 15. sept. hefur Alþingi rúma 3 mánuði til þess að afgr. fjárl., svo að segja má, að þetta sé þó tilraun í þá átt að koma lagi á afgreiðslu fjárl. Mér skildist, að þeir, sem samþ. að binda samkomudaginn við 11. okt., hafi gert það með það fyrir augum, að tíminn væri þá svo naumt skammtaður, að ekki yrði unnt að afgr. fjárl. fyrir áramót. Tillaga mín er því sett fram sem prófsteinn á það, hvort þm., sem annars lýsa yfir í orði kveðnu óánægju sinni með seina afgreiðslu fjárl., vilji í raun og veru að þau séu afgr. fyrir áramót. Og ég fyrir mitt leyti væri til með að fylgja því, ef einhver kæmi fram með þá till. að færa enn samkomudaginn til 1. sept. Það er því alveg fráleitt, að ekki megi ganga til atkv. um þessa till.till., sem samþ. var hér áðan, bindur ríkisstj. ekki nema í þá átt, sem alls ekki kemur í bága við þessa till.