10.02.1949
Neðri deild: 62. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (1909)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég álit, að. sú brtt., sem hv. þm. Ísaf. hefur lagt hér fram, sé í fullu samræmi við öll þau orð, sem hér hafa verið töluð um nauðsyn á tímabærri afgreiðslu á fjárl. Allir hafa látið þá skoðun í ljós, að fjárl. verði að afgreiða fyrir nýár. Í beinu samræmi við þær óskir gerir till. ráð fyrir, að Alþ. komi saman eigi síðar en 15. sept. Þetta er líka það eina, sem Alþ. getur gert til að láta ótvírætt í ljós þá skoðun, að fjárl. beri að afgreiða fyrir nýár. Hins vegar er samþykkt þeirrar brtt. að færa samkomudaginn til 11. okt. í hróplegu ósamræmi við allt, sem sömu menn og að henni stóðu hafa talað hér. Og ef það ætti að vera eitthvert samræmi á milli orða og gerða hér á Alþ., þá á að samþ. þessa brtt.