11.02.1949
Efri deild: 58. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1446 í B-deild Alþingistíðinda. (1917)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vil slá fastri þeirri túlkun hjá hæstv. forsrh., er ég tel mig hafa fengið, í fyrsta lagi, að hæstv. ríkisstj. vilji taka til athugunar, hvort eigi beri að færa fjárhagsárið til, og í öðru lagi tel ég hann hafa lýst því yfir, að hæstv. stj. vilji reyna að leggja fjárlfrv. vel undirbúið fyrir næsta Alþ. og kalla þ. svo snemma saman, að líkur geti orðið til þess, að afgreiðslu fjárl. megi ljúka fyrir áramót. Og megi líta svo á ummæli hæstv. ráðh. sem ég hef skilið þau og skilið rétt, að ég hygg að óviðeigandi sé að vera fjárlagalaus mikinn hluta úr árinu, þá vil ég mælast til þess, að hæstv. ríkisstj. reyni að vinna að því, að afgreiðslu fjárl. geti orðið lokið fyrir áramót, auk þess að hún hafi þau vel undirbúin og kalli þ. snemma saman. Ef þetta er skilið rétt, mun sama á standa, hver dagurinn er hinn síðasti, því að ég veit, að hæstv. ráðh. fer ekki eftir honum. Ég treysti því, að hæstv. ráðh. kalli þ. snemma saman og standi við orð sín.