11.02.1949
Efri deild: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1469 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Forseti (BSt):

Meðan á 1. umr. stóð, voru mér afhentar tvær skrifl. brtt., sem ég skal nú lýsa. Fyrst er brtt. við frv. frá Hannibal Valdimarssyni, svo hljóðandi: „Við 1. gr. Fyrir orðin „ellefta dag októbermánaðar“ kemur: fyrsta dag septembermánaðar.“ Og frá hv. 8. landsk. þm. (ÁS) hefur mér borizt brtt. alveg samhljóða þeirri, sem ég nú hef lýst. Brtt. frá hv. 3. landsk. kom fyrr fram og verður borin fyrr upp. En fyrst þarf að leita afbrigða fyrir þessari brtt., hún er of seint fram komin og þar að auki skrifleg.