11.02.1949
Efri deild: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1474 í B-deild Alþingistíðinda. (1945)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Gísli Jónsson:

Atkv. mitt í sambandi við þessa brtt. ber ekki að skoða sem samþykki mitt á því ástandi, sem nú er í því efni, að fjárlög séu ekki afgr. fyrir áramót á hverju ári og þá fyrir byrjun þess fjárhagsárs, sem þau eiga að gilda fyrir. Og með því að ríkisstj. hefur það í hendi sér, þó að þessi brtt. verði felld og frv. samþ. óbreytt, að kalla saman Alþ. hvenær sem hún telur heppilegast eða eðlilegast til þess að geta afgr. fjárlög á réttum tíma, þá segi ég nei.