28.01.1949
Efri deild: 50. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1478 í B-deild Alþingistíðinda. (1970)

116. mál, umboð þjóðjarða

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Eins og kunnugt er, var með l. nr. 54 31. maí 1927 gerð sú breyting um umboð þjóðjarða, að hin gömlu umboð voru flest úr gildi felld, öll nema aðeins tvö. Nú hefur sú breyting orðið, að annar umboðsmaðurinn, sem eftir var samkvæmt hinu gamla fyrirkomulagi, hefur sagt af sér þessu umboði. Kom þá til mála að skipa annan nýjan í hans stað, en það var litið þannig á í rn., að eðlilegt væri, að öll umboðin lytu sömu l. Það eru lögreglustjórar, sem fara með þessi umboð fyrir hönd ríkisins, hver í sínu umdæmi. Þetta frv. fjallar ekki um annað, en það sama verði látið gilda eftirleiðis um Múlasýslur eins og nú gildir um önnur umboð landsins. Ég vonast til, að hv. d. taki þessu máli með skilningi, og þar sem landbn. hefur tekið að sér að flytja málið, sé ég ekki ástæðu til að vísa því til n.