15.12.1948
Neðri deild: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1485 í B-deild Alþingistíðinda. (1993)

99. mál, skattgreiðsla Eimskipafélag Íslands

Ásgeir Ásgeirsson:

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir, að hv. 2. þm. Reykv. muni bera fram þá ósk, að þetta mál verði aftur tekið upp til athugunar í nefnd, svo sem kom fram við 1. umr. Hins vegar hefur sú ósk ekki komið fram enn þá. En þó að málið sé nú látið ganga í gegnum 2. umr., þá er sama tækifæri til slíks nefndarfundar milli 2. og 3. umr. Og þess vegna hef ég ekki borið fram ósk um að taka málið af dagskrá nú, þó að það reyndar væri tekið á dagskrá án sérstakrar beiðni minnar. Ég tel skylt að fullnægja beiðni hv. 2. þm. Reykv. í þessu efni, þó að atkvgr. fari fram nú við 2. umr. um frv., og mun þess vegna láta þetta atriði afskiptalaust, hvort málið verður látið ganga áfram nú.