03.03.1949
Neðri deild: 74. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1491 í B-deild Alþingistíðinda. (2039)

117. mál, vöruhappdrætti fyrir Samband íslenzkra berklasjúklinga

Frsm. (Sigurður Hlíðar):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft þetta frv. til meðferðar á nokkrum fundum sínum. Sú skoðun kom fram í n., að ef til vill þyrfti að athuga mál þetta nánar í sambandi við happdrættiseinkarétt háskólans. Þess vegna ákvað n. að fá umsögn háskólaráðs um þetta. Eftir að hafa fengið svar frá rektor háskólans og form. n., Ólafi Lárussyni, þar sem þeir töldu ekkert standa í vegi fyrir framgangi þessa frv., þá ákvað n. einum rómi að mæla með því, að málið fengi eðlilegan framgang hér á þessu þingi.