03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1523 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

40. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Í sambandi vað það, sem ég sagði áðan, þá skilst mér, að menn séu yfirleitt með þessu frv., og getur því farið svo, að það verði að lögum. Þess vegna hef ég ákveðið að leggja fram skrifl. brtt. um það, að 2. gr. frv. falli niður. En 2. gr. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Tekjuskatt álagðan árið 1948 skal ákveða að nýju í samræmi við ákvæði 1. gr., ef skattgreiðandi krefst þess innan þriggja mánaða frá gildistöku þessara laga.“ M.ö.o., það á að fara að umreikna kannske svona einhvers staðar milli tvö og þrjú þús. manns í landinu viðkomandi skatti álögðum á síðasta ári, og það á þeim tíma, þegar skattanefndir eru allar á hausnum við að reikna út skatt þessa árs. — Ég skal rétt strax koma þessari brtt. til hæstv. forseta.