07.03.1949
Efri deild: 71. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1526 í B-deild Alþingistíðinda. (2113)

127. mál, sala á steinolíu, hráolíu o.fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Þetta frv. er flutt af allshn. Nd., sem kveðst hafa flutt það samkvæmt ósk hæstv. atvmrh. Það var einróma samþ. í Nd., og hér í Ed. mælir allshn. einróma með því, að það verði samþykkt. Það er álitið rétt að selja þessar olíur eftir mæli, en áður hefur yfirleitt verið farið eftir vigt. Þetta á einnig við um smurningsolíu, sem er látin heyra undir ákvæðin líka, en var ekki áður. Okkur fannst sjálfsagt að mæla með frv., því að það er eðlilegt, að þessar olíur séu mældar, en ekki vigtaðar.