03.02.1949
Neðri deild: 57. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1530 í B-deild Alþingistíðinda. (2143)

101. mál, sala landræmu úr Öskjuholtslandi

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Eins og tekið er fram í nál. landbn., er hún einhuga um að mæla með þessu litla frv., og hún hefur kynnt sér það, sem tekið er fram í grg., að sandgræðslustjóri ríkisins mælir með því, að þessi landspilda sé seld hlutaðeigandi bónda. Er hér í rauninni fyrst og fremst um það að ræða að fylgja formi með því að leita álits þingsins um þessa sölu. Má því vænta þess, að þetta frv. gangi greiðlega í gegnum þingið. Ég sé svo ekki ástæðu til fyrir n. hönd að hafa um þetta fleiri orð.