08.03.1949
Efri deild: 72. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1534 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

101. mál, sala landræmu úr Öskjuholtslandi

Frsm. minni hl. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég vil enn benda á, að það, sem hér skilur á milli, er þetta: Á að hugsa um framtíðina, eða á aðeins að hugsa um líðandi stund? Sem sagt, það skilur hér á milli, að sumir vilja það, en sumir ekki. Þeir, sem vilja hugsa um líðandi stund og láta hana ráða úrslitum í þessum efnum, segja: Mörk hefur ekkert að gera með þetta land og sem stendur getur Skarðsbóndinn notað þetta fyrir beitiland. Og hann gerir það. En hvenær jarðirnar upp úr sandgræðslugirðingunni og sandinum byggjast aftur upp og þurfa að halda á beitilandi, hefur ekkert verið athugað, og við vitum það ekki. Við vitum, að það er komið nokkuð nærri því, að Mörk byggist aftur. Við vitum ekki, hvenær skapadægur okkar kemur, en trúlegt er, að margir okkar þdm. lifum það, að Mörk byggist, þó að margir okkar séu komnir á sextugsaldur. Og þá er ekki annað sýnt, en að Skarð þyrfti að nota þetta land, sem hér kemur til greina, og þess vegna þarf að athuga miklu betur þetta mál, viðkomandi sandgræðslulandinu, hvort sem það er utan við sandgræðslugirðinguna eða innan, hvernig því verður ráðstafað.