03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1540 í B-deild Alþingistíðinda. (2194)

126. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. N. hefur athugað frv. þetta, sem er stutt og laggott, og var sammála um að mæla með því, að frv. yrði samþ. óbreytt. Þó að það komi ekki fram í grg., er frv. samið af veiðimálastjóra, hann sagði okkur það sjálfur, og þótti því ekki ástæða til að senda það aftur á þann vettvang. Eins og l. eru nú, er erfitt fyrir veiðimenn að veiða í ám, þar sem bæði er lax- og silungsgengd, og þó að erfitt sé með laxinn, þá er silungurinn enn örari að grípa. Veiðimálastjóra finnst því ógerlegt að leyfa laxveiði til 15. sept., en banna silungsveiði á þeim tíma, enda mun nú litið svo á, að hún sé ekki til skemmda. Hitt er annað mál, hvort rétt er að veiða lax eins lengi og hér er gert ráð fyrir. Réttast væri að flokka árnar, og sýnist nauðsynlegt, að það verði rannsakað, hvernig því verði bezt hagað, og var svo að skilja, að veiðimálastjóri ætlaði að athuga það mál. En n. leggur til, að frv. verði samþ.