17.12.1948
Efri deild: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (221)

66. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins segja örfá orð. Ég þykist að vísu hafa gert grein fyrir minni afstöðu áður, en út af því, sem minnzt hefur verið á, þá finnst mér dálítið einkennilegt, ef sá orðrómur er réttur, að það standi til að hækka benzínskattinn alveg stórkostlega, ef ekki á að samræma þetta. Það hefði þá verið nær að ríkisstj. hefði flutt það frv. og tekið þetta inn í það. — En þar sem hv. 1. þm. N–M, tekur sína till. aftur til 3. umr., liggur í augum uppi, að ég tek mína till., sem ekki er annað en brtt. við hana, líka aftur.