14.02.1949
Neðri deild: 64. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (2242)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar flm. þessa frv. þakka heilbr.- og félmn. fyrir afgreiðslu málsins, enda þótt hún hafi dregizt nokkuð. Það kann að vera rétt hjá hv. frsm., að það hafi mátt fá það út úr frv., að svipta ætti bæjarfélögin styrknum, en það var alls ekki ætlun okkar flm. Verð ég að ætla, að n. hafi gert orðalagið nógu greinilegt, og mæli með því, að brtt. n. verði samþ., og vænti þess, að frv. fái greiðan gang í gegnum hv. d.