21.02.1949
Neðri deild: 68. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (2253)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég hef átt tal við þá n., sem hefur haft þetta mál til meðferðar, heilbr.- og félmn., um brtt., sem ég fór fram á, að n. tæki með í sínar till., og brtt. er í þá átt, að þetta ákvæði laganna um sjúkrahús frá 1945 um, að þessi þrjú fjórðungssjúkrahús, eitt á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Austurlandi, skyldu fá þrjá fimmtu hluta stofnkostnaðar greidda úr ríkissjóði, þegar fé er veitt til þess á fjárI., næði líka til þeirra sjúkrahúsa, sem byggð væru á stöðum, þar sem mikill straumur er aðkomufólks, eins og t.d. í verstöðunum, á Siglufirði og í Vestmannaeyjum og fleiri verstöðum, sem þannig kynni að standa á fyrir, eftir athugun, sem ríkisstj. léti fram fara. Þessi till. er til athugunar, þannig að ég er ekki að svo komnu máli tilbúinn til að leggja hana fram. Ég ætla því að biðja hæstv. forseta að ljúka ekki þessari umr. hér í d. alveg strax.