28.04.1949
Efri deild: 90. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1572 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

148. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það, sem ég sagði, var almenn ábending. Á þetta eigi aðeins við um þessi frv., heldur er þetta orðið nokkuð algengt, og ég nefndi benzínskattinn sem dæmi, sem mælt er, að eftir sé að fjalla um í 5. sinn. Þegar kanna á, hvað hefur verið gert á þessu þ., sjá menn, að þessum l. hefur verið breytt svo og svo. En þeim sést yfir aðrar brtt. Þetta benti ég á og hitt, að hér hafa komið fram tvær brtt. við l. um tekju- og eignarskatt. Og sú þriðja er á leiðinni frá hæstv. ríkisstj., að því er haldið er. Ég bendi á þetta, sem er þeim mönnum, er vilja athuga þetta síðar, til erfiðisauka. E.t.v. má segja, að hægara sé að átta sig á einhverju atriði í frv. með þessu móti, en það eru tæplega menn, er setið hafa á þ., sem átta sig ekki á lagabreyt., sem gerðar hafa verið um fleira en eitt atriði. En ég mun enga till. bera fram, úr því sem komið er. Þó er þetta ósiður, er eigi á að eiga sér stað.