23.04.1949
Neðri deild: 91. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1615 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég hef ekki litið svo á, að þetta frv. mundi skerða tekjur ríkisins, eins og mér skildist á hæstv. viðskmrh., en um þetta má auðvitað deila. Ég hef haldið, að aukið ferðafrelsi mundi þýða auknar tekjur, en hinu vildi ég beina til hv. n., hvort hún áliti ekki rétt að fella niður ákvæði 2. gr., önnur en 1. málsgr. Mér þykir vafasamur sá möguleiki, að menn geti gert samninga við aðila erlendis um gagnkvæmt uppihald, og ég vil undirstrika það, að ég vil á engan hátt verða þess valdandi, að tekjur ríkissjóðs rýrni, og því beini ég því til hv. n., hvort hún telji ekki rétt að breyta þessu ákvæði eða fella það alveg niður. Meginhugmynd frv. stenzt alveg fyrir því.