26.04.1949
Neðri deild: 93. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1618 í B-deild Alþingistíðinda. (2369)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vildi mælast til þess við forseta, að málið væri eigi afgr. nú, heldur frestað til næsta fundar, því að ég hef í huga að flytja brtt. við annað atriði frv., en hef hana ekki tilbúna á þessari stundu, en mun reyna að láta það ekki dragast lengi, ef af verður.