28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (2375)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég er ekki búinn að kynna mér svo fram komnar brtt., að ég sé reiðubúinn að taka afstöðu til þeirra, en vildi aðeins segja út af orðum hv. frsm. minni hl., sem sagði, að á það hefði verið lögð megináherzla af okkur í meiri hl. að fá fram setningu eins og í hans brtt. um, að ekki megi banna manni brottför úr landi, þá hef ég aldrei lagt neina megináherzlu á þetta, því að ef lögin eru þannig að efni til, að ekki megi banna mönnum brottför úr landi, þá er setning eins og þessi þýðingarlaus. Að öðru leyti hef ég ekki áttað mig til fulls á till. hv. minni hl. og óska því eftir, að atkvgr. verði frestað, svo að mér gefist tóm til að athuga hana betur.