18.12.1948
Efri deild: 41. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

66. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Eiríkur Einarsson:

Ég var með þeirri skrifl. brtt., sem nú er búið að fella, en hún var tilraun til að gera það, sem eðlilegast og sjálfsagt var, og í réttri röð. En úr því að ég skeytti þá tillögu mína við þessa brtt. hér og af því að hún á nokkurn rétt á sér og af því að mín till. var nokkurs konar fóstur þessarar tillögu og samband þeirra í milli, þá kann ég ekki við að vera á móti henni og greiði ekki atkvæði.

Brtt. 185,a felld með 9:4 atkv.

Brtt. 185,b tekin aftur.

Frv. samþ. með 11 shlj. atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BBen, BK, BÓ, EE, GJ, HV, JJós, LJóh, SÁÓ, BSt.

ÁS, BrB, PZ, StgrA greiddu ekki atkv. 2 þm. (HermJ, ÞÞ) fjarstaddir.

1 þm. gerði svo hljóðandi grein fyrir atkv. sínu: