03.05.1949
Efri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1630 í B-deild Alþingistíðinda. (2416)

204. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Vitur maður hefur sagt, að ávallt sé bezt að hafa heldur það, sem sannara reynist. Nú hef ég haldið því fram, að þetta orðalag „skal“ hafi ávallt verið í frv., og vildi ekki fallast á, að till. hv. 6. landsk. væri á rökum reist. En við nánari athugun hef ég komizt að raun um, að hv. þm. hefur rétt fyrir sér, og af því að ég vil frið um málið og þetta kemur í sama stað niður, skal ég greiða till. hans atkv., í þeirri von, að hv. þm. fylgi þá e.t.v. frv., en það er engin skuldbinding. Það er ekkert undarlegt, þó að stjórnarandstaðan noti tækifærið til að gagnrýna málið, og að því leyti, sem snertir gagnrýni á málfari, þá viðurkenni ég, að hv. þm. hafi réttara fyrir sér um það atriði, og hef ég ekkert við till. hans að athuga.