04.05.1949
Neðri deild: 98. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (2430)

204. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég sé satt að segja ekki, hvað vinnst með því að vísa þessu máli til n., nema einhver töf, því að ég geri ráð fyrir, að flestallir hv. þm. sjái þörfina á því að fallast á þetta tekjuaukafrv. Þetta frv. er komið frá hv. fjhn. Ed. Það hefur misprentazt á þskj., að það sé komið frá fjvn., og það var afgr. í hv. Ed. án þess að það færi til n. Og ég óska, að það verði borið upp í hv. þd., ef haldið er fast við það, að málið fari til n.