18.03.1949
Neðri deild: 83. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1642 í B-deild Alþingistíðinda. (2469)

164. mál, orkuver og orkuveitur

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að þegar málið var til 1. umr. í gær, óskaði hæstv. atvmrh. þess, að fjhn. tæki málið til athugunar milli 1. og 2. umr. og segði til um álit sitt. Síðan hefur n. hins vegar engan fund haldið, og liggur því álit hennar ekki fyrir, og þar sem form. er ekki viðstaddur, legg ég til, að málið verði tekið af dagskrá og látið bíða, þar til n. hefur látið í ljós álit sitt.