05.05.1949
Efri deild: 97. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1669 í B-deild Alþingistíðinda. (2511)

164. mál, orkuver og orkuveitur

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Ég var hér með brtt. við þetta mál á þskj. 620, um það, að framkvæmdir samkv. 1. gr. megi ekki hefja, nema fyrir liggi kostnaðaráætlun og tryggt hafi verið nægilegt fé til framkvæmdanna. Ég áleit, að það stríddi e.t.v. á móti l. um rafveitur að samþ. frv. eins og það er, en verði brtt. samþ., færist það til samræmis við l. Það er hættulegt að samþ. mikið af slíkum lagaheimildum, nema setja varnagla eins og ég hef gert í þessari brtt.