05.04.1949
Neðri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1679 í B-deild Alþingistíðinda. (2570)

100. mál, jeppabifreiðar

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Það eru aðeins fáein orð. Það stendur til að veita leyfi fyrir jeppunum fyrir upphæð, sem nema mun um 3 millj. kr., en það eru nú aldrei mörg hundruð jeppar. Nú vantar ekki eftirspurnir um jeppa, því að vitað er, að sótt mun verða um margfalt fleiri jeppa en hægt verður að veita. Þess vegna tel ég, að það mundi verða erfiðara fyrir opinbera n. að skera úr, hverjir skuli hljóta tækin, og legg ég því eindregið til, að búnaðarfélögunum verði falin úthlutun þessara fáu stykkja, sem koma eiga. Það þarf því að leita hófanna að reyna að ná heppilegu samkomulagi um þetta.