22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1681 í B-deild Alþingistíðinda. (2583)

100. mál, jeppabifreiðar

Björn Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil ekki tefja frv. Ég átti því tal við hæstv. viðskmrh., hvort hann sæi sér fært að veita leyfi fyrir bílum til lækna, en hann kvað nei við og sagði, að yrði frv. þetta samþ., þá væri aðeins um að ræða jeppabifreiðar til bænda. En ég yrði ánægður, ef hv. form. landbn. gæti fengið yfirlýsingu frá stj. þess efnis, að hún teldi héraðslæknum heimilt að fá jeppabíla. Að öðrum kosti sé ég mér ekki annað fært, en flytja brtt. mína.