22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1682 í B-deild Alþingistíðinda. (2585)

100. mál, jeppabifreiðar

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir góðan hug hans til málefnisins. En það þýðir ekki að eyða tímanum hér í eintómt mas. Hér er átt við jeppa til landbúnaðarþarfa og ekkert annað,. og þá verður að útvíkka þetta til allra bíla, að þeim skuli vera útbýtt af n. Ég sé ekki annað, ef flytja á inn þessa bíla til landbúnaðarþarfa, en þá megi og flytja inn jeppa til einstakra manna eins og drossíur. Hin háa Þingvallan. hefur þurft jeppabíl, þó að það sé eigi til landbúnaðarþarfa. En þetta er svo, að eigi að fara að breyta þessu, þá á að koma óreiðu á málið, og bera þeir þá ábyrgðina, sem með brtt. fara.