22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1682 í B-deild Alþingistíðinda. (2586)

100. mál, jeppabifreiðar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil nú bara leiðrétta misskilninginn varðandi jeppann til Þingvallan. Skv. frv., sem flutt var í Nd., átti hann eigi að fara til Þingvallan., heldur umsjónarmannsins á Þingvöllum. Ég held ekki, að neinn úr n. hafi hugsað sér að nota hann til eigin ferðalaga. Eftir ummælum hv. þm. Dal. á að vera tvískinnungur í þessu. Stj. á að hafa þann skilning, að lítið eigi að fara til landbúnaðarþarfa. En ég ætla, að með frv. eigi að forðast þennan tvískinnung. Og ástæða er til að breyta frv. og gera það ótvírætt, fremur en að frv. verði samþ. með slíka tvöfeldni fyrir augum. Ég lít svo á og verð því fylgjandi brtt. hv. þm. N–Þ.