07.05.1949
Efri deild: 99. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1718 í B-deild Alþingistíðinda. (2641)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Forseti (BSt):

Út af ummælum hv. þm. um það, að umr. hefðu farið víðar en þetta frv. beinlínis gefur tilefni til, þá er það rétt, og ég vil óska þess, að menn haldi sér sem allra mest við frv. sjálft, þó að vitanlegt sé, að almennur fjárhagur ríkissjóðs kemur þessu máli við; það er ekki hægt að neita því. Það er þó æskilegt, að það sé frv. sjálft, sem aðallega er rætt um.