07.05.1949
Efri deild: 100. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1721 í B-deild Alþingistíðinda. (2651)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Brynjólfur Bjarnason:

Ég heyrði á svörum hæstv. fjmrh., að þetta mál hefur ekki verið rætt í ríkisstj., en mér er kunnugt um það, að tilmælin, sem ég gat um frá bæjarráði, að skipa einn mann í n., voru send til hæstv. samgmrh. Það er því ekki við að búast, að hæstv. fjmrh. geti gefið greiðari svör, þar sem málið hefur ekki verið rætt í ríkisstj., en hins vegar vildi ég biðja hann að sjá til þess, að málið yrði tekið fyrir þar, því að sé svo, að það þurfi lagaheimild til þess að takmarka innstreymi manna í stéttina, þyrfti að veita þá heimild á þessu þingi, og væri eðlilegt, að hún kæmi fram í sambandi við þetta frv. Ég vildi því mælast til þess, að málinu yrði frestað um stund og form. fjhn. kallaði n. saman á meðan til þess að athuga þetta.