07.05.1949
Efri deild: 100. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1723 í B-deild Alþingistíðinda. (2657)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Fjhn. hélt fund á milli funda til að athuga það mál, sem fram kom frá hv. 4. landsk. (BrB), og enn fremur till., sem hefur komið fram frá hv. þm. Barð. (GJ), og niðurstaða n. er sú, að meiri hl. hennar, 4 nm., vill ekki flytja neina brtt. við þetta mál og eigi heldur mæla með neinni brtt. (GJ: Ekki hæstv. ráðh.?) Hún kom ekki til tals. Ég held, að við höfum litið á hana sem orðabreyt., en enga efnisbreyt.