09.05.1949
Neðri deild: 104. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1728 í B-deild Alþingistíðinda. (2665)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Út af ræðu hv. 2. þm. Reykv. (EOl) vil ég taka það fram, að tollinnheimta ríkisins hefur farið eftir l., sem Alþ. og ríkisstj. hafa gert, og á þetta einnig við um innflutning til Keflavíkurflugvallarins. Þetta er því algerlega óréttmæt ásökun á tollinnheimtu ríkisins.

Um dráttinn á þessu máli er ég sammála hv. þm. Ég tel hann of mikinn, en það bætir ekki úr að hafa hann enn lengri. Það var vitað mál, að fé til vegaviðhalds og vegalagninga yrði að koma niður á benzíninu. En hv. þm. veit, að um slík mál sem þetta verður að vera samkomulag og að fjmrh., þó að hann jafnvel viti, að þörfin sé mikil, þýðir ekki að rasa með frv. af þessu tagi fyrr en fullvíst er, að þingmeirihlutinn hefur skilið það, og tryggt sé, að það nái fram að ganga.

Að öðru leyti skal ég ekki fara frekar út í umr. að þessu sinni. Hv. þm. gaf ekki tilefni til að svara frekar, og læt ég því staðar numið.