10.05.1949
Neðri deild: 105. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1739 í B-deild Alþingistíðinda. (2677)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hv. frsm. meiri hl. gerði grein fyrir nál. á þskj. 687, en á þskj. 697 er einnig brtt. frá meiri hl. fjhn., þar sem sagt er, að ríkisstj. megi setja reglur um atvinnurétt bifreiðastjóra. Ég vil taka fram, að það er ekki sá sami meiri hl., sem stendur að þessari till.till. á þskj. 697 standa hv. 2. þm. Reykv. (EOl) og 2 aðrir hv. nm., og vil ég mæla gegn því, að sú brtt. verði samþ. Það er viðkvæmt mál, þegar um atvinnuréttindi stétta er að ræða, og er ég á móti að setja ákvæði um það í frv. Ef til þess kæmi, að slíkt væri talið nauðsynlegt, þá yrði það tæplega gert nema með sérstakri löggjöf.