13.05.1949
Efri deild: 107. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1746 í B-deild Alþingistíðinda. (2697)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Þetta mál er gamall kunningi hér í hv. d. og hefur nú fengið afgreiðslu hv. Nd., og var þar samþ. brtt. á þann veg, að þar var sett inn ákvæði um það, að skatturinn skuli gilda fyrir þær benzínbirgðir, sem til væru í landinu, þegar l. tækju gildi. Svo var og sett inn í frv. breyt., sem hafði komið til orða hér í hv. d. af einum hv. þm., sem þó ekki flutti um það brtt. Nú, það hefur sem sagt komið fyrir, að sú breyt. var sett inn í frv. í Nd., að þar var bætt inn nýrri gr., 4. gr., sem er á þá leið, að ríkisstj. er heimilt að setja reglur um atvinnuréttindi bifreiðastjóra samtímis því, sem benzínskömmtun væri afnumin. Ég vil leyfa mér að leggja til, að hv. d. samþ. þær breyt., sem hv. Nd. hefur gert, þannig að málið nái lögfestingu á þann veg.