25.04.1949
Efri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (2737)

118. mál, raforkulög

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr., en vil bara benda á það, að það skiptir ekki höfuðmáli hér, hvort tekin eru upp í l. þessi ákvæði, sem felast á brtt. 569, eða ekki. Ef það er vilji Alþ. á einhverjum tíma að veita sérstakt fé til að lána út, hvort sem er eftir þessum lið eða næsta líð, til rafstöðva á sveitaheimilum, þá er alltaf hægt að taka upp sérstaka fjárveitingu til þess á Alþ. Það er hægt að taka upp viðbótartill. á fjárl. til að lána eftir 35. gr. raforkul., tölul. 3,, það er ekkert því til fyrirstöðu, og ég er ekki víss um, að það verði frekar tekið upp, þó að sett verði inn í l. brtt. 569. Við höfum fleiri ákvæði í l. um, að það skuli gera þetta og þetta eftir því, sem fé er veitt til þess á fjárl„ en ég hef ekki orðið þess var, að það sé talin nein skuldbinding af Alþ, að veita fé til þeirra hluta, sem þar er talið, frekar en verkast vill. Hér liggur það á ráðh. hendi eftir frv., hvort veitt er sérstök fjárveiting eða ekki. Það er þess vegna alveg eins hægt að framkvæma l. eins og þeir menn, sem standa að brtt. 569„ vilja, hvort sem hún verður samþ. eða ekki, það hefur engin áhrif á það.