13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1796 í B-deild Alþingistíðinda. (2780)

208. mál, áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Með því að orðalagið í frv. gæti verið skýrara, vildi ég leyfa mér að flytja skriflega brtt. við 1. gr., 4. lið, svo hljóðandi:

„Í stað orðanna „eins og hann er umreiknaður á hverjum tíma“ komi: „umreiknaður með þeirri vísitölu, sem umreikningur tekna miðast við á hverjum tíma.“

Þetta er skýrara, og vil ég leyfa mér að leggja þessa brtt. fram, en fjölyrði ekki um þetta frekar.