21.02.1949
Neðri deild: 68. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1805 í B-deild Alþingistíðinda. (2798)

141. mál, iðnfræðsla

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Mig langar til í sambandi við þetta mál að biðja hæstv. menntmrh. eða iðnmrh. að gefa upplýsingar um, hvað líði undirbúningnum að nýrri löggjöf fyrir skólana í landinu. Mþn. sú, sem skipuð var til endurskoðunarinnar, átti m.a. að endurskoða l. um iðnfræðslu. Hún hafði endurskoðað löggjöfina varðandi almennu skólana og var að byrja á iðnskólunum. Fór starf þetta fram í samráði við skólastjóra iðnskólans, Helga Hermann Eiríksson, og með hliðsjón af þeim frv. um þessi mál, sem náskyld eru þessu, um réttindi og skyldur námssveina og um sjálfræði skólanna. Árið 1947 skilaði hún frv. til menntmrn. Mig langar til að heyra um, hvort eigi mætti búast við þessu frv. Ég vil leggja áherzlu á það, að ég álít, að samþykkja eigi frv. þetta. En það mætti vera í tvennu lagi. Held ég, að málum iðnfræðslunnar sé ekki svo vel fyrir komið, að dragast megi láta úr hömlu, að skýr lagaákvæði séu sett um þessi efni.