21.02.1949
Neðri deild: 68. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1805 í B-deild Alþingistíðinda. (2800)

141. mál, iðnfræðsla

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Ég hef litlu eða engu við að bæta þá ýtarlegu framsögur., sem hv. frsm. n. flutti, en vil þakka n. fyrir, að hún flutti málið. — Að öðru leyti vildi ég óska þess, af því að nú er áliðið nokkuð orðið, að málinu verði heldur hraðað eða ýtt á eftir því, svo að það komist áfram, ef nokkur von á að vera til þess, að það verði afgreitt á þessu þingi. Þetta er þriðja þingið, sem það er flutt á. Það fékk, að ég ætla, mjög góðan undirbúning, þegar það var samið, af öllum aðilum, sem þar áttu um að fjalla, og hefur verið þrautrætt á tveimur þingum, svo að þess er nú að vænta, að hv. þm. hafi gert sér nokkurn veginn ljósa grein fyrir því, hvort þeir geta verið með því eða þeir verða á móti því í þessari mynd, eins og það er nú flutt. Ég vildi sem sagt óska, að málinu verði hraðað heldur en hitt.