17.12.1948
Neðri deild: 43. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

107. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Forseti (BG):

Út af ræðu hv. 2. þm. Reykv., sem hann hélt nú og á síðasta fundi, vil ég taka það fram, að þær eru alveg óþarfar. Það er engin ástæða til að vera að taka fyrra dagskrármálið af dagskránni, því að það er eins auðvelt að fresta fundi eins og að setja nýjan fund til að taka málið á dagskrá. Það er ætlun mín að taka síðara dagskrármálið fyrir á þessum fundi og fresta síðan fundi um nokkurt bíl. Ég er ekki enn búinn að ákveða, hvort það verður til kl. 5, en það er það allra síðasta, sem gæti komið til greina, en ég mun ákveða það nú innan stundar.