08.04.1949
Neðri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1808 í B-deild Alþingistíðinda. (2811)

141. mál, iðnfræðsla

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér ásamt hv. 2. þm. Rang. að leggja fram brtt. á þskj. 448. Aðalefni brtt. felst í 1. brtt., 1. tölulið, en hitt eru aðeins leiðréttingar, sem óhjákvæmilegt er að gera, verði 1. brtt. samþ. Þegar sams konar frv. var síðast hér í þinginu fyrir 1–2 árum, var samhljóða brtt. felld inn í frv. í Ed. Efni hennar er það, að mönnum þeim, sem öðlast leikni í iðngrein, sé leyfilegt að ganga undir próf í þeirri grein án þess að hafa stundað nám hjá meistara. Menn þessir verða að ganga undir próf sams konar og veitir sveinsréttindi og verða að ljúka námi í bóklegum greinum í iðnskóla. Þetta er fullkomið sanngirnismál og sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum skólum. Ég vona því, að hv. deild taki þetta til athugunar og samþ. brtt.