17.12.1948
Neðri deild: 43. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í B-deild Alþingistíðinda. (283)

107. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég þarf litlu við það að bæta, sem frá segir í nál. meiri hl. Gangur málsins hefur verið sá, að n. hefur reynt að hraða afgreiðslu þess af fremsta megni. Eftir umr., sem fram fóru í nótt, kom fljótlega í ljós á fundi n. að meiri hl. hennar fylgdi frv. í grundvallaratriðum, enda þótt endurskoða þyrfti nokkur atriði. N. hefur því óskað þess að halda rétti til að bera fram brtt. við 3. umr. málsins og leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt við 2. umr., og áskilja nm. sér rétt til að fylgja brtt., sem kunna að koma fram við 3. umr. málsins. Með tilvísun til þessa óskar n. þess, að brtt. verði teknar aftur til 3. umr. Ég skal svo ekki fjölyrða frekar um þetta að svo komnu máli, en við gátum og sáum okkur ekki fært að undirbúa og flytja brtt. við þessa umr. frv.