03.12.1948
Sameinað þing: 24. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2076 í B-deild Alþingistíðinda. (2927)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að vekja athygli hæstv. forseta á því, að það er ekki enn farið að kveðja saman til fundar í utanrmn. í Sþ., og eru nú bráðum liðnir tveir mánuðir frá því að þing hófst, og hafa á þessum tíma, meðan þingið hefur setið, verið teknar ákvarðanir, bæði viðvíkjandi sendinefnd verzlunarsamninga, sem hingað til hefur alltaf tíðkazt, að borið hafi verið undir utanrmn., og enn fremur hafa einstakir ráðh. átt í mjög þýðingarmiklum samningum við erlend ríki, sem Alþ. hefur heldur ekki verið skýrt frá enn þá. Ég álít slæmt, að þetta hefur dregizt svona lengi, og vildi mælast til þess, að hæstv. forseti hlutaðist til um það, að utanrmn. taki til starfa, til þess að vinna þau verkefni, sem henni er falið með lögum.