03.12.1948
Sameinað þing: 24. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2077 í B-deild Alþingistíðinda. (2930)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Herra forseti. Hv. 2. þm. Reykv. sagði, að ég hefði í för minni erlendis nú fyrir skömmu gert samninga fyrir Íslands hönd út af einhverjum utanríkismálum. Þetta er með öllu rangt, gersamlega rangt og uppspuni frá rótum. Ég hafði aðeins viðræður, eins og tíðkast mjög milli ráðh. Norðurlandaríkjanna. Við forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum höfðum viðræður út af áhugamálum Norðurlandaríkjanna yfirleitt. En þar voru engir samningar gerðir og engar skuldbindingar af hálfu Íslands gerðar og ekkert það gert, sem hefur áhrif á íslenzka utanríkispólitík yfirleitt.