14.03.1949
Neðri deild: 80. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2087 í B-deild Alþingistíðinda. (2951)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Jónas Jónsson:

Herra forseti. Ég ætla að segja 2. þm. Reykv., að mín hreinskilni gagnvart því, hvers vegna hans flokkur er ekki hafður með í þessu máli, eru leifar af gömlum kunningsskap við þennan hv. þm. og hans flokk. Hitt, sem þessi þm. tók fram um afstöðu mína til málsins, þ. e. a. s. það að hafa nokkrar vopnaðar flugvélar á Keflavíkurvellinum, á eftir að verða vinsælt. Og þannig mun fara, að eftir því sem árásarhættan vex, þá skilur þjóðin betur, að það veitir ekki af að hafa nokkur þúsund manna her til að líta eftir fimmtu herdeildinni innanlands, þó að ekki væri annað.