14.03.1949
Neðri deild: 80. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í B-deild Alþingistíðinda. (2954)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég heyri, að forsrh. fellur nú betur í rulluna, en í sinni fyrri ræðu, því að þá gleymdi hann í æsingnum að taka fram, að þetta væri aðeins varnarbandalag. — En í framhaldi af minni fyrri spurningu vil ég leyfa mér að bæta annarri við, og hún er þessi: Hefur ríkisstj. algerlega tekið þessa sendiferð upp hjá sjálfri sér, og hafa henni alls engar orðsendingar borizt, hvorki munnlegar eða skriflegar frá stjórn Bandaríkjanna?