03.12.1948
Sameinað þing: 24. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2095 í B-deild Alþingistíðinda. (2976)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (JPálm):

Út af þessari aths. vil ég geta þess, að það er rétt, að mér barst krafa um það frá sjö hv. þm. úr Nd. og tveimur úr Ed. að taka þessi mál á dagskrá, og það hef ég gert. Þau hafa verið á dagskrá á öllum þeim fundum í Sþ. síðan, sem hafa verið umræðufundir, en ekki hefur verið komizt að þeim. Og þau verða sjálfsagt á dagskrá og koma til umr. og afgreiðslu, þegar tími vinnst til. En á þeim fundum, þegar fyrirspurnir eru til umr., þá verða þær að sitja fyrir um afgreiðslu, eða það hefur verið svo, að fyrirspurnirnar hafa þá setið fyrir, og verður svo áfram, ef ekki verða fundir í Sþ. aðra daga en miðvikudaga, því að kvöldfundir hafa ekki verið haldnir í Sþ. enn.