13.12.1948
Neðri deild: 33. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2096 í B-deild Alþingistíðinda. (2979)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Einar Olgeirsson:

Ég hef nýlega skilað tveimur nál. frá minni hl. fjhn., er annað um frv. um dýrtíðarráðstafanir, en hitt um breyt. á l. um tekjuskatt og eignarskatt. Ég hef orðið var við, að enn hafa ekki komið nál. frá meiri hl. n. um þessi mál, og er hræddur um, að það dragist. Mér þætti því vænt um, ef hæstv. forseti vildi taka þessi tvö mál á dagskrá. Það gengur hægt að fá sum frv. fram, sem liggja hjá fjhn., en þessi eru afgreidd og því hægt að taka þau á dagskrá. Önnur frv., eins og um fjárhagsráð og togarakaup ríkisins, hafa ekki verið afgreidd, þar sem stj. hefur enn ekki getað gefið þær upplýsingar, sem n. fer fram á.